Var kominn tími til að koma Liverpool nið'rá Jörðina!

ÆjjjjÆÆÆÆ! Hélt Liverpool að þeir væru orðnir bestir í Heimi eftir verulega gott gengi undanfarið??! það sést á þessum leik að svo er ekki. 18 skot Che. á móti fjórum, skrifa FJÓRUM skotum Liverpool!! Poolarar þurfa að glíma við ærið erfitt verkefni á Stamford í næstu viku ef þeir ætla að komast í fjögurra liða úrslitin; sé það nú ekki gerast eins og þeir spiluðu í kvöld. En gangi þeim samt allt í haginn!

P.S. Man.Utd. (mitt lið) er nú heldur ekki í sérstaklega góðum málum eftir klúðrið á móti mjög góðu liði Porto í gær, þannig að þeirra bíður einnig mjög erfitt verkefni! Mjög erfitt.


mbl.is Frækinn sigur Chelsea á Anfield - Barcelona burstaði Bayern
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta var glæsilegt að sjá liverpool falla svona illa fyrir chelsea, meira hamið í liverpoolurum í gær eftir að manutd gerði jaftefnli á móti porto, þarna fengu þeir að finna fyrir því.

já tek undir það þetta verður erfiður leikur fyrir manutd á móti porta , þeir spiluðu stórkóslegan leik í gær

sigurdur (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 21:44

2 Smámynd: Kristinn Rúnar Karlsson

Fyrirgefðu Júlíus, en ég var að horfa á leikinn á Netinu og sá bara í lokin Statistic þar sem þetta stóð 18-4 í skotum; ég hlýt þá að hafa mislesið tölur og þú verður auðvitað að leiðrétta mig með það og ég er ekkert að gera lítið úr Liverpool liðinu sem er búið undanfarið að eiga flott RUN, en hinsvegar verður þetta erfitt í síðari leiknum. Þar dugir ekkert minna held ég en álíka snilldarleikur og Liverpool sýndi þegar þeir tóku REAL Madríd í rassgatið um daginn!!  Best of Luck!

Kristinn Rúnar Karlsson, 8.4.2009 kl. 21:54

3 identicon


Menn eiga það til að vanmeta Chelsea.  BIG MISTAKE.

Þetta var einfaldlega kennslustund í tactic og fótbolta..  Hrein og klár
yfirspilun á öllum sviðum. Enn og aftur sýnir Hiddink snilli sýna.Tekur Gerrard útúr leiknum og blaðran springur.

Þráinn (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 22:40

4 Smámynd: Róbert Þórhallsson

19-5 (6-1 á markið)

Róbert Þórhallsson, 9.4.2009 kl. 10:56

5 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

ESPN/Soccernet segir 12(2) / 21(9)

Páll Geir Bjarnason, 9.4.2009 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband