Eigum við að láta gaurinn fara??

Eigum við að "leyfa" Ronaldo að fara nú í sumar?; eða Téves? Mér er spurn. Eftir þennan leik í gær þar sem leikurinn snérist í seinni hálfleik (endurtekning á leik frá Sept. 2002, þegar ManU vann Tot. 5-3! eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik), þá veltir maður þessu fyrir sér: Er Ronaldo með "hjartað" hjá United eða er hann sífellt að hugsa um Real, eins og það sé e-ð Holy Grail í fótboltaheimum? Í mínum huga er hann í dag að spila með BESTA fótboltaliði heims! Hvað vill hann meira? Dollurnar tala sínu máli hjá United! Kannski vill hann meiri sól og minni rigningu...ég veit ekki.


mbl.is Ronaldo orðinn markahæstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Óli Sæbjörnsson

Ef hann vill kveðja leikhús draumanna og hverfa á suðrænar slóðir þá leyfum við honum það, mér sýnist svo að kallinn sé farinn að undirbúa það með KAKA og Ribery, ekki vond skipti það...

Stefán Óli Sæbjörnsson, 26.4.2009 kl. 21:55

2 Smámynd: Ólafur Gíslason

Ég óttast að hann sé á förum því liðið (fyrirtækið) þarf á þessum fáránlegu peningum að halda sem eru í boði fyrir hann.  En eigum við ekki að treysta Sir Alex að velja rétta tímann til að leyfa honum að fara og kaupa aðra leikmenn í staðinn sem saman gætu hugsanlega vegið upp þennan gríðarlega missi sem yrði af Rónaldó?

Ólafur Gíslason, 26.4.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband