Helsjúkt samfélag vænisjúks fólks!!

Jæja, þá er Kaninn gjörsamlega að ganga fram af mér! Nú orðið hef ég varla áhuga á því að ferðast til þessa auma lands (sem ég lærði í, hef heimsótt reglulega gegnum árin, og finnst fallegt og skemmtilegt að mörgu leyti), en paranojan er farin að taka út yfir allan þjófabálk! Nú um hátíðarnar sendu flugmálayfirvöld (NTSB held ég) út nýjustu geðsýkisráðstafanir sínar til flugaðila sem ætla að voga sér að fljúga til þessa guðsvolaða lands, og fannst nú sumum orðið nóg að gert: Þú mátt ekki standa upp síðasta klukkutímann fyrir lendingu (eins gott að vera ekki búinn að fá sér of marga Kalda!!!); þú mátt ekki hafa teppi eða kodda nálægt þér (ohh, það eru hvort eð er svo þægileg sætin í flugvélum Icelandair!!?), og svo máttu ekki hafa snifsi af handfarangri nálægt þér allan flugtímann (allt skal vera í skápnum!). Svo skilst manni að maður geti hreinlega átt von á því að menn með LATEX hanska komi uppað þér á flugvelli í USA og segi "bend over"!! Oh my god!. Og ef síðan, nánast fyrir kraftaverk að maður komist svo til óspjallaður nið'rá Times Square á Gamlárskvöld þá mundi maður standa innanum þungvopnaða lögreglumenn, Þjóðvarðliða, og ómerkta útsendara Homeland Security, sem allir væru á nálum og ma'r mætti ekki einu sinni halda á kampavínsflösku til að fagna áramótum!!! Ég spyr: Hvar ætlar þetta að enda? Ég held að Icelandair og önnur evrópsk flugfélög ættu hreinlega að skila inn flugleyfum sínum og leyfa þessum snarbiluðu Bandaríkjum Ameríku að eiga sig! Er einhver sammála mér?
mbl.is Gríðarleg öryggisgæsla á Times Square
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Gísli Ingvarsson, 30.12.2009 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband