Færsluflokkur: Bloggar

Bestu hamingjuóskir til Chelsea manna!

Ég vil nota þetta tækifæri til að óska öllum Chelsea aðdáendum nær og fjær til hamingju með Englandsmeistaratitilinn! Þeir eru vel að þessum titli komnir, og unnu mjög sannfærandi, þó með litlum stigamun væri. Ég er grjótharður ManU maður, en er þeim kostum gæddur, að geta viðurkennt ósigur og hælt sigurvegurum er þeir eiga það skilið. Og það eiga Chelsea menn svo sannarlega skilið. Vil bæta því við að þið eigið frábæran þjálfara og verður gaman að sjá hvernig þið plumið ykkur á næsta tímabili. United þarf augljóslega að styrkja sig til að eiga möguleika í hið gríðarlega massíva lið sem Che. hefur. Enn og aftur: Til hamingju með titilinn og njótið vel!!
mbl.is Ancelotti: Var kominn tími á að Chelsea ynni titilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Leeds-arar!!

Sem ManUtd. maður síðan '68 er ég sá George Best minn mann, þá óska ég Leeds mönnum innilega til hamingju með þennan frækilega sigur!! Ég sá ekki leikinn en efast ekki um að sigur Leeds hafi verið verðskuldaður. Vona að við sjáum ykkur aftur í efstu deild sem fyrst því þar hafið þið alltaf átt heima.

Bestu ManU. kveðjur til allra Leeds-ara nær og fjær!


mbl.is Fyrirliði Leeds: Ótrúleg úrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helsjúkt samfélag vænisjúks fólks!!

Jæja, þá er Kaninn gjörsamlega að ganga fram af mér! Nú orðið hef ég varla áhuga á því að ferðast til þessa auma lands (sem ég lærði í, hef heimsótt reglulega gegnum árin, og finnst fallegt og skemmtilegt að mörgu leyti), en paranojan er farin að taka út yfir allan þjófabálk! Nú um hátíðarnar sendu flugmálayfirvöld (NTSB held ég) út nýjustu geðsýkisráðstafanir sínar til flugaðila sem ætla að voga sér að fljúga til þessa guðsvolaða lands, og fannst nú sumum orðið nóg að gert: Þú mátt ekki standa upp síðasta klukkutímann fyrir lendingu (eins gott að vera ekki búinn að fá sér of marga Kalda!!!); þú mátt ekki hafa teppi eða kodda nálægt þér (ohh, það eru hvort eð er svo þægileg sætin í flugvélum Icelandair!!?), og svo máttu ekki hafa snifsi af handfarangri nálægt þér allan flugtímann (allt skal vera í skápnum!). Svo skilst manni að maður geti hreinlega átt von á því að menn með LATEX hanska komi uppað þér á flugvelli í USA og segi "bend over"!! Oh my god!. Og ef síðan, nánast fyrir kraftaverk að maður komist svo til óspjallaður nið'rá Times Square á Gamlárskvöld þá mundi maður standa innanum þungvopnaða lögreglumenn, Þjóðvarðliða, og ómerkta útsendara Homeland Security, sem allir væru á nálum og ma'r mætti ekki einu sinni halda á kampavínsflösku til að fagna áramótum!!! Ég spyr: Hvar ætlar þetta að enda? Ég held að Icelandair og önnur evrópsk flugfélög ættu hreinlega að skila inn flugleyfum sínum og leyfa þessum snarbiluðu Bandaríkjum Ameríku að eiga sig! Er einhver sammála mér?
mbl.is Gríðarleg öryggisgæsla á Times Square
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eigum við að láta gaurinn fara??

Eigum við að "leyfa" Ronaldo að fara nú í sumar?; eða Téves? Mér er spurn. Eftir þennan leik í gær þar sem leikurinn snérist í seinni hálfleik (endurtekning á leik frá Sept. 2002, þegar ManU vann Tot. 5-3! eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik), þá veltir maður þessu fyrir sér: Er Ronaldo með "hjartað" hjá United eða er hann sífellt að hugsa um Real, eins og það sé e-ð Holy Grail í fótboltaheimum? Í mínum huga er hann í dag að spila með BESTA fótboltaliði heims! Hvað vill hann meira? Dollurnar tala sínu máli hjá United! Kannski vill hann meiri sól og minni rigningu...ég veit ekki.


mbl.is Ronaldo orðinn markahæstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var kominn tími til að koma Liverpool nið'rá Jörðina!

ÆjjjjÆÆÆÆ! Hélt Liverpool að þeir væru orðnir bestir í Heimi eftir verulega gott gengi undanfarið??! það sést á þessum leik að svo er ekki. 18 skot Che. á móti fjórum, skrifa FJÓRUM skotum Liverpool!! Poolarar þurfa að glíma við ærið erfitt verkefni á Stamford í næstu viku ef þeir ætla að komast í fjögurra liða úrslitin; sé það nú ekki gerast eins og þeir spiluðu í kvöld. En gangi þeim samt allt í haginn!

P.S. Man.Utd. (mitt lið) er nú heldur ekki í sérstaklega góðum málum eftir klúðrið á móti mjög góðu liði Porto í gær, þannig að þeirra bíður einnig mjög erfitt verkefni! Mjög erfitt.


mbl.is Frækinn sigur Chelsea á Anfield - Barcelona burstaði Bayern
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lélegt Fiskirí!!

Jæja, var að koma í land; vorum að draga í 'Flóanum' (Faxaflóa). Lélegt fiskirí, ekki nema rúm 3 tonn í fimm trossur...issss. 'Dregið í' á morgun - langt helgarfrí framundan. Enn og aftur mikil óvissa með þorskveiðina hjá okkur (Erling KE) á næstunni. Verðin á mörkuðum eru aftur farin að lækka, þannig að ætli það sé ekki bara UFSI framundan hjá köllunum eftir helgi OJJJJJJ! En maður verður að taka því sem að höndum ber, það er víst svo. Nú ætla ég að nota afganginn af deginum við að vinna í nýju vefsíðunni minni; það er skemmtileg vinna skal ég segja þér. Ég er búinn að vera að byggja hana nú í um viku tíma og er kominn með fullt af skemmtilegu efni um uppáhaldsgrínleikarann minn hann Peter Sellers heitinn. Þú mátt kíkja á hana hér:  http://petersellers-tribute.com

Svo var ég líka um daginn að skella upp smá-búð með Amazon; það er voða einfalt! Tengillinn á hana og Peter Sellers síðuna eru hér til vinstri.

 

OK gott í bili

 

P.S. Hefurðu séð frumgerðirnar að nýju búningum stórliðanna í Ensku? Vá ManU búningarnir eru fríkaðir svo ekki sé meira sagt! Ég ætla að kaupa allar treyjurnar á næsta ári. Mér finnst þær flottar. Hérna má sjá dýrðina: http://www.thespoiler.co.uk/index.php/2009/03/23/leaked-photos-premier-league-200910-kits


Byrja aftur að blogga...

OK, Vá hvað er langt síðan maður bloggaði! Þarf að bæta úr því. Ég var að breyta þemunni, þessi er miklu flottari. En nú er ég að gera smá tilraun; ég er að búa mér til verslun á netinu, og hérna vinstra megin ætti hún að koma upp sem linkur... við sjáum til. Gott í bili.

Jæja! ...hann-er-að-fara-að-gera-það!!

Já nú er ma'r að fara í gang og blogga eins og vitl... maður! Nú er ný ríkisstjórn í burðarliðnum og maður er bara bjartsýnn á að þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið milli Sjálfstæðismanna og Samfylkingar, þ.e. heitstrengingar og alls kyns yfirlýsinga þá muni þessir flokkar ná að gera góða hluti. Vonandi bara að menn gefi þessu tíma og haldi svo út! ERU ekki sumir svekktir eftir bikarúrslitaleikinn? Svo fór sem fór; bara sleikja sárin og gera betur næst!

Kirk OUT.

oh, btw ég er í DO-IT-Hópnum og er www.gottfolk.com 


Góðan Daginn Heimur!

Ok, sumum finnst þetta kannski e-ð "lame" að vera svona rosalega jákvæður, en hey, það er ekki annað hægt, því allt er svo rosalega frábært! Sólin skín enn (þó það hafi kólnað og hvesst!-urrrghh) og ég stökk á fætur klukkan -ja hvahaldiði?, klukkan 6:05! Jibbbbí!

 

Hér kemur ein af mínum uppáhalds tilvitnunum:

"Trúðu því aldrei að örfáir einstaklingar geti ekki breytt heiminum, því það hafa einmitt örfáir gert."

- Margaret Mead

Ok, komið gott í bili; skrifa eitthvað e. helgina. Er að fara að Syðstu Mörk í kvöld; verð í smávinnu og afslöppun fram á sunnudaginn. Hafið það öll sem best um helgina!

 

krúnar

 


Ohhh! Keyyy!! Sumarið kannski komið til Suðurnejsa?

Jæja góðan daginn Heimur!

Kom mér nú á lappir kl. 6:25! ótrúlegt en satt, og viti menn; það var bara heiðskírt úti. Kannski er komið smá sumar (en ætli það vari einhvern tíma?). Eyddi 1/2tíma í aukavinnuna við að setja upp nokkrar auglýsingar í staðarblöðin hingað og þangað um landið, en þarf nú að tygja mig í hina vinnuna mína! Nánar um það seinna. Bloggum meira seinna.

Blogg-kveðjur Heimur

krunar out!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband