Bestu hamingjuóskir til Chelsea manna!

Ég vil nota þetta tækifæri til að óska öllum Chelsea aðdáendum nær og fjær til hamingju með Englandsmeistaratitilinn! Þeir eru vel að þessum titli komnir, og unnu mjög sannfærandi, þó með litlum stigamun væri. Ég er grjótharður ManU maður, en er þeim kostum gæddur, að geta viðurkennt ósigur og hælt sigurvegurum er þeir eiga það skilið. Og það eiga Chelsea menn svo sannarlega skilið. Vil bæta því við að þið eigið frábæran þjálfara og verður gaman að sjá hvernig þið plumið ykkur á næsta tímabili. United þarf augljóslega að styrkja sig til að eiga möguleika í hið gríðarlega massíva lið sem Che. hefur. Enn og aftur: Til hamingju með titilinn og njótið vel!!
mbl.is Ancelotti: Var kominn tími á að Chelsea ynni titilinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir góðar kveðjur Kristinn.

Alltaf gaman að heyra góða kveðjur frá stuðningsmönnum annarra liða. Sakna þó svolítið að fá hamingjuóskir frá stuðningmönnum Liverpool. Það er svo skrítið, að þegar eitthvað neikvætt kemur upp þá er ekki þverfótað fyrir þeim., en þegar kemur að því að játa sig sigraðan, þá þegja þeir þunnu hjóði.

En enn og aftur,kærar þakkir fyrir góðar kveðjur.

Þráinn. 

Þráinn (IP-tala skráð) 9.5.2010 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband